Laug.is logo

Hvað er Laug.is?

Laug.is er leiðarvísir að sundlaugum á Íslandi. Landið okkar er frægt fyrir einstaka sundlaugamenningu og jarðhitann sem sjá laugunum fyrir heitu vatninu. Markmiðið með Laug.is er að miðla upplýsingum um sundlaugar á aðgengilegan hátt. Hvort sem þú ert að leita að laug með rennibraut, góðri gufu eða innilaug, þá getur þú treyst á Laug.is til að finna réttu laugina. Á síðu hverrar laugar er leitast eftir því að birta yfirlit yfir opnunartíma, verðskrá, lýsingu og þá aðstöðu sem er til staðar í hverri laug.

Á Íslandi eru 124 sundlaugar

Á Íslandi eru 124 sundlaugar og baðlón og á Laug.is finnur þú upplýsingar um þær allar; allt frá afskekktum sveitalaugum á landsbyggðinni til baðlóna í höfuðborginni. Njóttu þess að kanna laugar landsins á þessari vefsíðu og við vonum að þú finnir réttu laugina til að slaka á eða fá þér sundsprett. Og kíktu endilega á Laug.is reglulega til að fá nýjustu upplýsingar og fréttir um sundlaugar á Íslandi!

Pool